English below

Hef fengist við myndlist af alvöru í skorpum eins og fleira í lífinu. Var býsna virk á níunda áratugnum, einkum í grafíkinni, hélt sýningar og seldi nokkuð. Heyrði skemmtilega sögu af afdrifum einnar myndarinnar minnar og skráði hana: ,,Gömul samstarfskona mín úr blaðamennsku var að spjalla við mig áðan á Jónsmessusýningunni. Hún var ein af þeim sem keypti af mér myndir þegar ég var hvað virkust í myndlistinni í fyrstu lotunni á 9. áratugnum. Hún vildi endilega segja mér frá því að ein myndanna minna hefði borgað smíðarnar í sumarbústanum þeirra hjóna, en hinar ætti hún enn."

Svo tók við annríki á öðrum sviðum, en ég hélt mér þó árum saman við með því að taka þátt í ýmsum hópum sem leigðu módel og teiknuðu saman einu sinni í viku og reyndar gerði ég fleira á þessum annríkisárum. 

Næst var ég virk í lok 10. áratugarins, hélt sýningar og tók þátt í nokkrum samsýningum. Aftur kom góður sprettur í lok 1. áratugar þessarar aldar og fastur liður æ síðan hefur verið þátttaka í starfi þess góða félags Grósku, þar sem mörg tækifæri gefast til þátttöku í samsýningum. Straumhvörf urðu í lífinu í byrjun ársins 2019 þegar ég tók þátt í stofnun Vatnslitafélagsins og athyglin beindist að þeim eðla miðli sem vatnslitun er. Sér ekki fyrir endann á því tímabili enn. 

Art has been a part of my live on and off since my art school years in the 70s and again in the 80s, when I turned to graphic art for a while. Participated in exhibitions and had a few solo exhibitions. Much later heard that one of my graphic works had been valuable enough to pay for work on a summer house that the buyer needed a carpenter to do, but loved the idea.

Seems that my active periods since then have been the latter half of each decade and I have since the millenium managed to have some more solo exhibitions and participate in more exhibitions than ever before. Been active in the Art Club Groska for more than 10 years and am a co-founder of the Icelandic Watercolour Society, something that turned out unexpectedly to change the course of my art, some yet to be seen.