Hraði og hreyfing

Myndefni sem tengist hraða og hreyfingu eru í miklu uppáhaldi hjá mér eins og eftirfarandi myndir sýna. Smellið á myndirnar til að sjá þær í réttum hlutföllum. Skvass og tennis var áberandi á tímabili, en þegar ég sýndi í sal í sundlaugarbyggingunni í Mosfellsbæ fóru að bætast við einhverjar sundmyndir. Og svo eru það auðvitað kettir og úlfaldar á hreyfingu.