Anarkismi

Í þessum hluta síðunnar mun ég setja efni um anarkisma, en fyrir allmörgum árum vann ég nokkra útvarpsþætti um sögu anarkismans og hef haft áhuga á að hafa það efni aðgengilegt, en fyrst þarf ég að finna það og vinna það upp til birtingar. 

BA-ritgerðin mín í sagnfræði fjallaði um anarkismann og Krópotkín og mér er það minnisstætt að leiðbeinandinn minn, hinn ágætasti kommi, sagði mér blákalt að anarkisminn væri dauður. Held hann sé enn lifandi - og ábyggilega steinhissa.