Nokkrar myndskreytingar sem ég hef komið nálægt. Fyrsta má nefna forsíðu á tímaritinu Veru. 

Myndskreytti framhaldssögu í Vikunni uppúr 1980.

Einu sinni vantaði barnasögu í Vikuna. Skrifaði og myndskreytti eina í snatri með tússlitunum sem voru til á bænum.

Forsíða Vikunnar um áramót 1980/1981. Stærsta myndskreytingin mín. Það var sko ekkert verið að klippa inn myndir af ritstjórninni heldur höfðum við fyrir þessu eins og sést á næstu mynd!