Meiri óvissa - 2022

Vatnslitasýning mín, Óvissa, var haldin á vegum Grósku og Bókasafnsins í Garðabæ í júní 2022. Henni verður nú fram haldið á netinu með nokkurm karlamyndum í viðbót vegna áskorana. Myndirnar eru flestar til sölu og býst frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu eftir samkomulagi. Best er að hafa samband við mig með tölvupóstin annabjo@gmail.com en einnig er oft hægt að ná mér í síma 6921952 á kvöldin. Allar myndirnar eru innrammaðar. Stærð myndanna FYRIR innrömmun er gróflega reiknuð sem hér segir:

Stórar: Frá ca. 30x55 cm til 24x47, myndin Einhvers staðar er ögn stærri. Öll mál án ramma. 

Litlar: 15x21 cm og 18x24 cm (karlamyndirar). Öll mál án ramma. 

Nákvæmri mál, með og án ramma, fáið þið sem hafið samband

Hér er kynning á sýningunni úr sýningarskrá: 

Landslag á óvissum slóðum og óskilgreindum tíma. Fólk á óræðum aldri með óvissan bakgrunn. Allt sem er óvisst er efni þessarar sýningar. Óvissan er heillandi því þá er allt hægt, ekkert bundið og stefnan getur verið hver sem er. Framtíðin er óviss en það er fortíðin líka. Var hún raunverulega svona eða einhvern veginn allt öðru vísi? Það er meira að segja hægt að hafa efasemdir um nútíðina.